Ætti ríkisstjórnin að skammast sín fyrir (að)..


bjarga Íslandi frá fullkomnu gjaldþroti og íbúunum landsins frá ánauð og langvarandi niðurlægingu á alþjóðavettvangi,

lækka rekstrarhalla ríkissjóðs úr 216 milljörðum í 4 milljarða án þess að kollkeyra samfélagið,

verja velferðarkerfið, fyrir að loka ekki sjúkrahúsum og skólum eins og aðrar þjóðir hafa gert,

hafa náð að lækka skuldir heimila þannig að þær eru nú á sama róli og var árið 2006,

hafa náð að draga svo úr atvinnuleysi að það er hvergi minna í Evrópu,

hafa lækkað verðbólgu úr 20% í tæp 4%, fyrir að hafa náð vöxtum úr 18% í 5%,

draga svo úr fátækt á Íslandi að hún er minnaien var í góðærinu,

fyrir hagvöxtinn sem er einn sá mesti í Evrópu, fyrir landsdóminn,

hafa gert ungu fólki kleift að stunda nám í stað þess að vera atvinnulaust,

láta velferðarkerfið virka þrátt fyrir Hrunið, fyrir að hafa lagt tugi milljarða til skuldamála heimilanna,

greiða niður þriðjung vaxta hjá skuldugum heimilum,

hafa endurskoðað regluverkið utan um fjármálakerfið,

fækka ráðherrum úr 12 í 8 og endurskipuleggja áður hálf ónýtt og lamað stjórnkerfi,

afnema sérréttindi ráðherra sem sett voru í tíð hægrimanna,

samþykkja rammaáætlun,

lögfesta barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,

setja ný náttúruverndarlög, fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá, fyrir kosningar til stjórnlagaráðs,

setja veiðigjöld á sjávarútveginn, fyrir að endurskoða þingsköp og auka vægi minni hlutans á þingi,

strandveiðarnar, fyrir að verja rétt landsins vegna makrílveiða,

breytingarnar á skattakerfinu, fyrir þrepaskipta skattkerfið, fyrir auðlegðarskattinn,

tvöfalda fjármagnstekjuskattinn, fyrir að færa skatta á fyrirtæki til samræmis við það sem annarsstaðar gerist,

stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs, fyrir friðun landsvæða, fyrir að koma í veg fyrir fólksflótta frá landinu vegna Hrunsins,

setja lög um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyritækjum, fyrir að hafa dregið úr ójöfnuði í landinu, fyrir að afnema ráðherraskipanir dómara,

hefja táknmál til vegs og virðingar, fyrir að gera hæfniskröfur til Seðlabankastjóra í fyrsta skipti í lýðveldissögunni,

setja ríkisstjórninni og stjórnarráðinu siðareglur, fyrir að stórauka vægi umhverfisverndar í stjórnarráðinu,

jafnrétti á Íslandi mælist nú meira en í nokkru öðru landi, fyrir að auka vægi skapandi greina,

stuðning við kvikmyndagerð, fyrir stuðning við menningu og listir, fyrir fjárfestingaráætlunina sem gerir ráð fyrir 40 milljörðum í margskonar framkvæmdir á næstu árum,

styðja vel við tækni- og hugverkageirann, fyrir græna hagkerfið, fyrir að innleiða kynjaða hagstjórn,

hefja byggingu nýs fangelsis, fyrir að leggja aukið fé til tækjakaupa á sjúkrahúsum, fyrir vegaframkvæmdir og fleiri verklegar framkvæmdir,

ráðstafa nú hærra hlutfalli til velferðar- og félagslegra mála en gert var í góðærinu, fyrir að hafa staðið af sér tvær vantrausttillögur,

hafa barist til síðasta dags fyrir nýrri stjórnarskrá, fyrir að hafa mátt þola órétti og ofbeldi af hálfu hægrimanna sem náðu að koma í veg fyrir að fleira gott næði fram að ganga á kjörtímabilinu.

Hafi ríkisstjórnin og svikalið hennar ævarandi skömm fyrir allt þetta og miklu fleira.


Björn Valur Gíslason varaformaður VG.

Áður birt á smugan.is (feitletranir hágé.)

 

Almennur Stjórnmálafundur í Gamla

Kaupfélaginu á Akranesi, þriðjudag

2.4. kl. 20. Ræðumenn Lilja Rafney og

Árni Þór.

 akranesfundur 130402




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband