Agi verður að vera í hernum, sagði góði dátinn Sveik forðum


 Björn Valur Gíslason formaður fjárlaganefndar sendi Þjóðviljanum eftirfarandi upplýsingar, Fyrirsögnin er Þjóðviljans (hágé)

Á dögunum var mikið rætt um aga í ríkisfjármálum í sjónvarpsumræðum. Í því sambandi má vísa á þessi tvö skjöl:

Fjárauki 2012. Á bls. 2 er línurit sem sýnir gjöld umfram fjárlög á hverju ári. Þarna kemur fram að gjöld umfram fjárlög voru mest í aðdraganda Hrunsins, 6-8% í góðærinu mesta en eru nú komin ofan í 2% eftir að Vinstri græn tóku við fjármálum ríkisins, sem er farið að nálgast það sem gerist í öðrum löndum. Síðustu þrjú árin fyrir Hrun var 75 milljörðum eytt umfram fjárlög. Tekjur komu á móti þessu en það breytir ekki því að agaleysið og stjórnleysið hjá hægri mönnum var algjört og þeir kunna ekkert með fé að fara.

Lokafjárlög 2011. Á bls. 3 er tafla sem sýnir þróun lokafjárlaga hvers árs, þ.e. hvað miklar heimildir eru fluttar á milli ára og skekkir þar með ríkisreikning hvers árs. Þarna sést að skekkjan var 6% árið 2006, var 5% 2008 og er komin í 2,5% í dag undir stjórn Vinstri grænna.

Þetta tvennt sýnir annaes vegar að áætlanagerð er önnur og betri en áður hefur þekkst og hinsvegar að mun betri agi er á ríkisfjármálum en áður hefur þekkst. Höldum þessu á lofti.

Hér er tengill á atkvæðagreiðslu um eitt mikilvægasta þingmál frá Hruni. Þetta mál felur það í sér að allar eignir bankanna eru settar undir gjaldeyrishöftin sem er forsenda þess að hægt sé að semja við kröfuhafa um :

Eins og sést á þessu þá studdu framsóknarmenn ekki málið og íhaldið greiddi atkvæði gegn því. Þessi lagasetning er þó grundvöllur þess sem þeir lofa í dag, þ.e. að semja við erlenda kröfuhafa og staðið hefur yfir síðan þessi lög voru samþykkt.

Upphlaup framsóknar með þetta mál hefur stórskaðað íslenska hagsmuni. Það gerist með því að formaður flokksins hefur sagt hvert markmiðið er, hvað eigi að ná út úr samningum við kröfuhafa (300 mia.kr.) og hvenær (á næsta kjörtímabili). Þetta hefur orðið til þess að þeir sem eiga þessar kröfur og liggur ekkert á að losna við þær (fá fína ávöxtun á þetta hér á móti því sem annars staðar fæst) vita nú um markmiðin og tímasetninguna á samningum. Þeir munu því væntanleg halla sér aftur og taka því rólega þar til langt er liðið á næsta kjörtímabil. Þá munu þeir væntanlega banka á dyrnar og spyrja hvort menn vilji ekki fara að uppfylla kosningaloforðin sín, ef svo óheppilega myndi vilja til að framsókn verði í ríkisstjórn.

Hömrum á staðreyndum og hömpum því sem við höfum vel gert.

Með kveðju,

Björn Valur Gíslason

 

***********************


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband