Skattar: tæki til að jafna lífskjör - svör VG við spurningum Stöðvar 2

 

1)      Vill flokkurinn afnema þrepaskipta tekjuskattinn?

Nei, þrepaskiptur tekjuskattur er mikilvægur til að ná tekjujöfnuð í samfélaginu og þá sérstaklega til að hlífa lægri tekjuhópum, sem greiða hátt hlutfall tekna sinna í óbeina skatta.

 

2)      Hyggst flokkurinn afnema auðlegðarskatt?

Nei, auðlegðarskatturinn er mikilvæg viðbót við tekjuskattskerfið til að tryggja sanngjarna dreifingu skattbyrði.  Ástæða kann að vera  til að skoða hækkun á eignarmörkum hans og minnka þannig umfang hans.

 

3)      Hyggst flokkurinn lækka skatta/gjöld á bensín?

Nei, skattar og gjöld standa ekki undir vegaframkvæmdum á Íslandi. Heimsmarkaðsverð á bensín mun hækka enn frekar á komandi árum þannig að lægri skattar hverfa fljótt í verðhækkun.  Því er mikilvægt að bæta almenningssamgöngur og bjóða þannig upp á valkosti við einkabíllinn. Skattlagning  á brennslorkugjafa er viðurkennd leið til að draga úr mengun og er hún síst meiri hér á landi en annars staðar.

 

4)      Hyggst flokkurinn lækka tryggingagjaldið?

Með minnkandi atvinnuleysi er rétt að lækka tryggingargjaldið sem svarar fækkun atvinnulausra. Einnig getur komið til álita  að létta eða  undanskilja minnstu fyrirtækin til  til að ívilna nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum og öðrum smárekstri.

 

5)      Hyggst flokkurinn afnema sérstaka veiðigjaldið sem var sett á þessu kjörtímabili?

Nei, sérstaka veiðigjaldið er mikilvægt í tekjuöflun ríkisins og stendur undir hluta fjárfestingaráætlun sem skapar fjölmörg störf og umsvif í hagkerfinu. Afnám þess væri því ávísun á niðurskurð í velferðakerfinu og að hætt yrði við framkvæmdir.  Sérstaka veiðigjaldið er sem stendur eina tiltæka leiðin til að tryggja þjóðinni hlutdeild í fiskveiðiauðlindinni.

 

6)      Ef flokkurinn hefur í hyggju að lækka skatta, hvað reiknar hann með að þær skattalækkanir muni kosta?

Vinstri græn boða ekki lækkun skatta en  telja að með óbreyttum skattkerfi skapist svigrúm upp á 50-60 mia. kr. í fjárfestingar í mennta- og velferðarkerfinu á næstu árum. Flokkurinn telur að með þeirri stefnu sem hann hefur mótað kunni eitthvert svigrúm myndast til að lækka skatta. Skattalækkanir á lág- og millitekjuhópa sérstaklega eru í forgangi ef svigrúm verður til skattalækkana.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband