Þjóðin er ekki í afneitun

Hvort sem okkur vinstri mönnum líkar betur eðe verr er talsverður urgur í fólki útí nýju ríkisstjórnina. Framsóknarmönnum virðist takast nokkuð vel upp með þá hugmynd að lækka eigi skuldir heimila á einu bretti. Steingrímur J. hefur því rangt fyrir sér í því að þjóðin sé í afneitun. Það sést best á öllum neyslu- og innflutningstölum. Þjóðin er þvert á móti í þeim hugleiðingum að spara og gæta eins vel að fjármálum fjölskyldna og mögulegt er.

Vandinn um skuldaniðurfellingu, og trú fjölda fólks á að þar sé einföld leið í boði, er sá að svör ríkisstjórnarinnar eru ekki nógu skýr. Fólk fylgist með að skuldir fyrirtækja eru ýmist felldar niður, að því er virðist, eða lækkaðar verulega, og spyr því þessarar eðlilegu spurningar: Því er ekki sama gert fyrir heimilin? Ef það er rétt, sem framsóknarmenn halda fram, að lán gömlu bankanna (væntanlega einnig íbúðalánin) séu tekin yfir með svo og svo miklum afföllum, er spurning skuldaranna eðlileg. Ég er ekki í hópi þeirra sem heldur að lánaveróldin sé svona einföld, en hin einfalda framsetning Framsóknar kallar á einfalda og auðskiljanlega útskýringu stjórnvalda - hvers vegna geta heimilin ekki notið hluta affallanna á móti nújy bönkunum?

hágé. 


mbl.is Framsóknarmenn í afneitun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GH

Ég skulda stærstan hluta minna húsnæðislána hjá lífeyrissjóðum þannig að afföll bankanna breyta þar litlu. Ef þau yrðu skorin niður væri verið að rýra stöðu lífeyrissjóðanna og þar með möguleika mína til að fá skammlaus eftirlaun. Ekki væri það góður kostur. Eins er um helmingur húsnæðislána hjá Íbúðarlánasjóði, þannig að ekki yrði lækkun lána þar greidd með einhvers konar afföllum hjá bönkunum. Staðreyndin er sú að framsóknarmenn, sem áttu mjög stóran þátt í því hvernig fór fyrir okkur með því að hækka, af algjöru ábyrgðarleysi, húsnæðislán á þenslutímum, er flokkur lýðskrumara sem lofar fólki að hægt sé að redda öllu án erfiðleika. Það að fólk gleypi slík gylliboð er kannski merki um að þjóðin sé í afneitun.

GH, 22.5.2009 kl. 15:11

2 identicon

Það er laukrétt að hugmyndir framsóknarmanna ná fyrst og fremst til bankalána og leysa þess vegna ekki nema hluta vandans, ef framkvæmdar væru. Það er hinsvegar misskilningur að fólk "gleypi" svona gylliboð. Það er eigi að síður urgur í of mörgum, sem fyrst og fremst er til kominn vegna þess að vandinn við að koma "gylliboðunum" í kring er ekki útskýrður nógu vel. Öllum á samt að vera ljóst að 20% niðurfelling skulda yfir alla línuna getur ekki verið mjög skynsamleg leið. Hins vegar verður að svara framsetningu Framsóknar sem er skýr og einföld: lánin hafa þegar verið afskrifuð um x% þegar nýju bankarnir taka við þeim. Hvers vegna njóta skuldarar ekki einhvers af afföllunum? Kannski er ekki hægt að svara á einfaldan og auðskilin hátt.

Það er hinsvegar tóm della að þjóðin sé í afneitun. Hún er það ekki. Einfaldasta leiðin til að sjá það er að skoða tölur um innflutning og veltu á neysluvörumarkaði. Þjóðin er þvert á móti á þeim buxuum að spara, borga og standa sig, hvað sm líður "gylliboðum" framsóknarmanna.

hágé.

Helgi Guðmundsson (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband