Gerbreytt húsnæðiskerfi

Umræðan um skuldavanda heimilanna byggist öll á því að fólk “eigi” húsnæði að minnsta kosti að nafninu til. Nú er það ekki svo og leigjendum hefur fjölgað verulega á undanförnum misserum. Leigjendur eru einmitt þeir sem oftast eru verst stæðir, fátækastir. Þar er að finn einstæðar mæður með börn og öryrkja svo tveir hópar séu nefndir sárlega hafa fundið fyrir kreppunni. Hvað segir Vinstri hreyfingin grænt framboð um málefni leigjenda. Glöggur maður tók þetta saman fyrir Þjóðviljann á Skaga.


Fyrst er að nefna ályktun sem frá landsfundinum í febrúar sem lesa má hér::

http://www.vg.is/wp-content/uploads/2013/02/alyktanapakkinnallur_loka_efnisyfirlit.pdf

Þetta hér er úr stjórnmálaályktuninni:

Ósjálfbær húsnæðisstefna, ofuráhersla á einkaeign húsnæðis, með tilheyrandi skuldsetningu, og skortur á samræmdum leikreglum um fasteignalán hafa skapað mikinn vanda fyrir íslenskar fjölskyldur eftir hrun. Þó gripið hafi verið til margþættra aðgerða til að styðja við fjölskyldur í greiðsluvanda, meðal annars stóraukinna vaxtabóta, er ljóst að endurskoða þarf íslenska húsnæðiskerfið til framtíðar. Þar er mikilvægt að skoða verðtrygginguna og hugmyndir um 2% vaxtaþak á hana, tryggja að óverðtryggð lán verði í boði hjá Íbúðalánasjóði á félagslegum grunni og að byggður verði upp öflugur leigumarkaður með aðkomu stjórnvalda í byrjun sem geri leiguhúsnæði að raunverulegum og öruggum valkosti fyrir fjölskyldufólk. Sérstaklega ber í því tilliti að líta til húsnæðissamvinnufélaga þar sem íbúar verða rétthafar í félögunum og reksturinn er í þágu íbúa en ekki hluthafa á markaði.

Ennfremur segir í ályktun um húsnæðismál:

Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs 2013 áréttar samþykkta húsnæðisstefnu frá árinu 2011 og ítrekar mikilvægi þess að stuðla beri að einföldu og skilvirku húsnæðiskerfi sem tryggir nægjanlegt framboð af húsnæði, bæði til leigu og eigu, fyrir almenning í landinu.

Gera þarf leigu og búseturétt að raunverulegum valkosti við val á húsnæði og tryggja þannig fjölbreytni á húsnæðismarkaði. Sérstaklega ber að líta til húsnæðissamvinnufélaga en þar verða íbúar rétthafar í félögunum og reksturinn er í þágu íbúa en ekki hluthafa á markaði. Mikilvægt er að endurskoða bæði húsaleigubætur og vaxtabætur og tryggja þannig jafnræði óháð því hvort fólk velur að kaupa eða leigja sér húsnæði. Landsfundurinn fagnar nýstofnuðu leigufélagi í eigu íbúðalánasjóðs og telur það skref í rétta átt. Vinstri græn ítreka þá skoðun sína að taka þurfi löggjöf um húsnæðismál til gagngerrar endurskoðunar þannig að hún taki mið af þörfum almennings í landinu og tryggi öllum þak yfir höfuðið.

Endurskoða þarf hlutverk Íbúðalánasjóðs frá grunni og styrkja sérstaklega lán á félagslegum grunni með aðkomu hins opinbera. Nýtt húsnæðiskerfi ætti síðan að vera unnið í samvinnu við stéttarfélögin í landinu.“

Síðan hafa VG stutt hugmyndir um húsnæðisbætur sem unnið hefur verið að því að innleiða í velferðarráðuneytinu. Sjá hér:

http://www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/nr/33398


Þessar hugmyndir byggja á því að tekið verði upp nýtt og gjörbreytt húsnæðisbótakerfi sem tryggir öllum sama rétt til fjárhagsstuðnings hins opinbera, óháð búsetuformi. Kerfið myndi koma í stað vaxtabóta og húsaleigubóta.


hágé.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband