20.3.2008 | 17:50
Þjóðviljinn er fluttur inná Moggann
Svona breytist heimurinn
Í eina tíð hefðu það verið kölluð stórpólitísk tíðindi að Þjóðviljinn flytti inná Moggann og kæmi í rauninni út á kostnað hans. Undirritaður hefur ákveðið að gera tilraun með að hafa Þjóðviljann á Moggabloggi í stað central.blog hjá Vísi. Af þessu má sjá að allt er í heiminum hverfult, rétt eins og hlutabréf á markaði nú um stundir. Undirritaður mun áfram blogga frá vinstri eins og hingað til, um hvað og hversu oft leiðir tíminn í ljós. Að svo stöddu birtir Þjóðviljinn ekki annað en þessa tilkynningu, en vonandi lætur hann í sér heyra ekki seinna en eftir páska.
Með kveðju.
hágé.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Velkominn kæri Þjóðvilji og Þjóðviljaritstjóri, Helgi Guðmundsson, á Moggabloggkommúnuna! Bestu baráttukveðjur,
Hlynur Hallsson, 27.3.2008 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.