Þjóðviljinn um stimpilgjöld

Er afnám stimpilgjalda félagsleg aðgerð?

Talsvert hefur verið rætt um að hætta að taka stimpilgjöld vegna "kaupa á fyrstu" íbúð eins og það er líklega orðað í stjórnarsáttmála. Hugmyndin er í hæsta máta undarleg og áreiðanlega dregin fram til þess að segja þó eitthvað sem hugnast gæti ungu fólki.

Hvers vegna er hún undarleg? Stimpilgjöld virka eins og skattur, enda þótt þau hafi að líkindum verið sett á upphaflega sem einskonar staðfesting á því að viðkomandi þinglýsing hafi örugglega verið færð i bækur sýslumanna. Gjöldin eru há fyrir nánast alla og einatt koma þau fólki beinlínis í opna skjöldu - ekki hefur verið reiknað með þeim þegar viðskipti eru gerð. Að létta þeim af, vegna kaupa á fyrstu íbúð er nánast óframkvæmanlegt eins og bent hefur verð á í grein í Morgunblaðinu. Hugtakið "fyrsta íbúð" er fyrir löngu orðið úrelt, enda að stofni til frá þeim tímum sem eignaskipti voru langt í frá jafn algeng og nú. Þá var líka reiknað með að eftir að sambýlisfólk hefði komist yfir fyrstu íbúðina, hefði það eignast höfuðstól sem dygði til endurnýjunar húsnæðis, þótt hitt væri í raun býsna algengt, að fólk eignaðist hús eða íbúð einu sinni á ævinni.

Nú er öldin önnur. Skilnaðir algengir, fólk sem tekur saman þar sem annar aðilinn hefur átt íbúð með fyrri maka - hvað á að gera í slíku tilfelli þegar íbúð er keypt? Hver er þá að kaupa fyrstu íbúð? Væntanlega sá sem átti enga fyrir, en hvað um þann aðilann sem átti hálfa íbúð á móti öðrum? Ber þá að greiða 25% af réttu stimpilgjaldi í slíku tilfelli. Í annan stað: Fólk lendir á fjárhagslegum hremmingum, þarf að endurfjármagna skuldir sínar, missir jafnvel íbúðirnar ofan af sér áður en það tekst. Hvers á það að gjalda ef það nær sér á strik? Ekki sýnist minni þörf á að fella gjöldin niður af því fólki.

Nei, annaðhvort á að taka stimpilgjöld af öllum þinglýstum gerningum eða ekki. Að sleppa einum þjóðfélagshóp við gjöldin er hrein og klár mismunun og getur ekki staðist almenna jafnræðisreglu. Að gjöldin séu svo há sem raun ber vitni er allt annað mál. Vel má hugsa sér að þau verði færð niður og ekki höfð hærri en sem nemur kostnaði embættanna við að ganga frá skráningu skjalanna. Þá hættir gjaldið um leið að vera skattur og varla lengur tilfinnanlegt að greiða það.

Að beita niðurfelingu stimpilgjalda fyrir tiltekinn hóp, virkar eins og hver önnur, en algerlega fráleit, félagslega aðstoð. Slíka aðstoð á að veita á allt annan hátt.

hágé. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Þór Sigurðsson

Sæll félagi.

Ég er sammála þér að mestu og hef einmitt verið að velta fyrir mér hvernig ætti að skilgreina "fyrstu" íbúð. Stimpilgjöldin eru löngu orðin úrelt að mínu viti, amk. að því leyti sem þau haga átt að vera gjald fyrir þinglýsingu eða staðfesting á þinglýsingu. Því hefði að mínum dómi átt að afnema þau algerlega af ÖLLUM eða þá að lækka þau hressilega og þá einnig af öllum. Þau eru nú held ég 1,5% af kaupverði íbúðar en ef það hefði verið lækkað í t.d. 0,15% þá væri það viðráðanlegra.

Árni Þór Sigurðsson, 27.3.2008 kl. 12:06

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Velkominn, kæri Helgi!

María Kristjánsdóttir, 27.3.2008 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband